Vafrakökur
HVAÐ ERU VAFRAKÖKUR?
Vafrakaka er lítil skrá, sem hleðst inn í vafra þegar notendur fara inn á þau vefsvæði sem notast við vafrakökur. Vafrakökur gera vefsvæðum kleift að greina á milli notenda og hvernig þeir vilja nota vefsvæðin. Nánari upplýsingar um vafrakökur má t.d. finna á www.allaboutcookies.org.
HVAÐ ERU FYRSTA OG ÞRIÐJA AÐILA VAFRAKÖKUR?
Það ræðst af léninu sem gerir vafrakökuna hvort hún teljist fyrsta eða þriðja aðila vafrakaka. Fyrsta aðila vafrakökur eru í grundvallaratriðum vafrakökur sem verða til á því vefsvæði sem notandi heimsækir. Þriðja aðila vafrakökur eru þær sem verða til á öðru léni en notandi heimsækir.
Þeir sem óttast vafrakökur og vilja aftengja þær geta gert það í vafrastillingum.
HVERSVEGNA NOTA VEFSÍÐUR VAFRAKÖKUR?
Vafrakökur eru mjög hentug leið til að geyma upplýsingar á milli heimsókna, til að mynda notendastillingar eða vörur í körfu. Ef ekki væri fyrir vafrakökur þá gæti síðan ekki munað hvaða vörur voru í körfunni þegar notandi ætlar að ganga frá kaupum.
NOTKUN BOXBÚÐARINNAR Á VAFRAKÖKUM
Boxbúðin notar vafrakökur eingöngu í þeim tilgangi að gera vefsíðu okkar notendavænni og betri fyrir viðskiptavini okkar. Í Þessu felst eftirfarandi:
- Bera kennsl á notendur sem hafa komið áður á vefinn.
- Gera notendum auðveldara að finna það sem þeir leita að.
- Þróa og bæta vefinn með því að safna saman tölfræði um notkun vefsins.
- Birta notendum auglýsingar.
Boxbúðin safnar upplýsingum með MyShopify kerfið notar eigin vafrakökur (þriðja aðila vafrakökur, sjá að ofan) og safna upplýsingum nafnlaust til að búa til tölfræði yfir notkun vefsins. Þessi tölfræði er nýtt til að bæta vefinn og þjónustu á vefnum. Á grundvelli þess áskilur Boxbúðin sér rétt til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi Póstlista. Upplýsingarnar eru skráðar með aðstoð og notkun á vafrakökum. Þeir sem ekki vilja sjá slíkar auglýsingar geta slökkt á notkun á kökum í stillingum vafrans.